Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. jan. 2007
Þú ert nú meiri perrinn!
Mér er óskiljanlegt af hverju ritstjórn Blaðsins hefur kosið að fara þá leið að kalla barnaníðinga perra. Í Blaði dagsins eru tvær fréttir þar sem fjallað er um þessa níðinga; Rannsókn á barnaperra í Vogahverfi og Barnaperrar í Kompási. Bæði finnst mér þetta ljótt ritmál og það sem meira er, mér finnst perri ekki endilega neikvætt orð. Fyrir mér er þetta frekar eitthvað sem maður segir í gamansömum tón við vini sína og elskhuga. Níðingur er gott og gilt orð sem nær fullkomlega yfir það sem við er átt í þessum fréttum. Hví ekki að nota það?
posted by ErlaHlyns @ 17:24  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER