Hugleiðingar konu v. 6.0
 
19. jan. 2007
Áfram Halla!
Fáir vita að Logi Ólafsson, þjálfari KF Nörd (auk annarra), var íþróttakennarinn minn í gamla daga þegar ég stundaði nám við Æfingadeild KHÍ (nú Háteigsskóla).

Líklega eru þeir álíka fáir sem vita að Halla Gunnarsdóttir, ofurkona með meiru og frambjóðandi til formanns KSÍ, var eitt sinn fótboltaþjálfarinn minn.

Það var sumarið 2005 sem ég var liðskona í hinu rómaða Fótboltafélagi Íslands. Frá þeim tíma hef ég beðið eftir tækifæri til að segja einhverjum útlendingum að ég hafi verið að æfa með The Soccer Association of Iceland.

Hvað sem því líður er ljóst að íþróttaþjálfarar mínir í gegn um tíðina eru að gera stóra hluti.
posted by ErlaHlyns @ 14:34  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER