Hugleiðingar konu v. 6.0
 
10. jan. 2007
Acer
Svar auglýsir nú grimmt tilboð á tölvum. Í blaðaauglýsingum má ekki aðeins finna verð á vörum frá hinum þekkta vörumerki Acer heldur einnig frá þeim hjá Aser sem lítið hefur farið fyrir þar til nú. Líklegt þykir mér þó að þetta sé vegna skort á yfirlestri auglýsinga. Líklegra en að sama fyrirtækið sé að selja eftirlíkingar meðfram því að bjóða upp á viðurkennda vöru.

Í gamla daga þegar fólk lét sig aðeins dreyma um þráðlausa heimilissíma ákvað móðir mín að kaupa einn slíkan frá ekki óþekktari framleiðanda en Panasonic. Blessaður síminn dugði þó skammt, hann var varla kominn í notkun þegar hann bilaði. Eftir að velta vöngum og þaulstara á símann gerði ég merkilega uppgötvun. Síminn var alls ekkert frá Panasonic heldur Panascanic. Þeir síðarnefndu höfðu þó fengið lánaða leturgerð þeirra fyrri. Eftir þetta hefur fjölskyldan ekki keypt raftæki á Kanaríeyjum.

En varla er hægt að tala um Acer án þess að minnast á föður minn, enda er acer latneska heitið fyrir hlyn. Pabbi er líka mjög hrifinn af latínu, svo hrifinn að hann þjálfaði hundinn sinn til að hlýða latneskum skipunum. Mér fann þetta auðvitað gott og blessað, nema hvað að ég sá fram á að það yrði erfitt að finna pössun fyrir hundinn þegar hann hlýddi aðeins áhugafólki um fornmál.
posted by ErlaHlyns @ 18:43  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER