6. jan. 2007 |
Speisað |
Ég var að spá í þessu mæspeis dæmi öllu saman. Mögulegt er að birta hinar ýmsu upplýsingar um sig á síðunni og hakar maður við í réttan kassa eftir því hvað á við; hvort ég er er í skóla, hvort ég á börn, hvort ég reyki. Í öllum tilvikum gefst manni þó kostur á að merka við No answer - NEMA þegar spurt er um hjúskaparstöðu. Það er því af þeirri ástæðu, og af þeirri ástæðu einni, sem ég auglýsi á síðunni að ég sé einhleyp. Ég hef einfaldlega ekki um annað að velja. Þetta virðist þó hafa valdið misskilningi þar sem ég hef fengið nokkur bréf, frá bæði körlum og konum, erlendis og hérlendis, sem vilja kynnast mér á rómantískum forsendum. Málið er bara að ég er alls ekki í makaleit.
Í byrjun kom mér í hug að segjast vera swinger, svona upp á djókið, enda er gefinn möguleiki á því. Ég komst þó að þeirri niðurstöðu að líklega myndu ókunnugir ekki taka þessu sem neinu gríni. Ekki hefði það heldur orðið til þess að fækka bréfunum. Í byrjun vissi ég bara ekki að maður fengi bréf. Og ég veit að ég er ekkert ein um að fá biðilsboð.
Næsta hugmynd var að segjast vera married eða in a relationship. Það væri auðvitað tóm lygi en lokaði væntanlega á póst frá fólki sem vill komast í náin kynni við mig. Ég kæmi ansi ansi kjánalega út úr því þegar gamlir kunningjar sendu mér orðsendingu: Kva! Ég sá á mæspeis að þú værir búin að gifta þig! Til hamingju! Loksins!!
Síðasti kosturinn er að segjast vera divorced en spurning hvort það byði ekki bara upp á enn meiri vandræði.
Lífið væri svo miklu einfaldara ef það væri bara einn svarmöguleiki í viðbót. |
posted by ErlaHlyns @ 21:21 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|