Hugleiðingar konu v. 6.0
 
30. des. 2006
Pabbi kvaddur, þó ekki bráðkvaddur
Þetta verður í fyrsta og síðasta skipti sem pabbi minn verður kallaður pabbi hér á þessari síðu. Ekki nema þá á þýsku eins og sjá má á tenglasafninu. Nú ætla ég til dæmis að segja þér frá góðum pistli sem hann skrifaði og finnst ég þá kominn í einhvers konar barnaleik þar sem pabbi minn er miklu sterkari en pabbi þinn. Pabbi minn er bestur í öllum heiminum. Auðvitað er hann það, en ég ætla að halda því fyrir mig. Héðan í frá verður hann bara Hlynur.

En aftur að pabba. Eins og flestir vita var Saddam hengdur í morgun. Saddam er þó ekki pabbi minn. Eins og kemur fram hér ofar heitir hann Hlynur og hefur aldrei gegnt störfum einræðisherra. En já. Ég ætla bara að leyfa pistlinum að tala fyrir sig sjálfur.
posted by ErlaHlyns @ 15:18  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER