1. jan. 2007 |
Á milli hluta |
Ég horfði rannsakandi á málverkið á veitingastaðnum áður en ég renndi fingrunum yfir það. Erla! Maður káfar ekki á málverkum! Vini mínum var greinilega misboðið. Ég svaraði honum galvösk: Ég var nú bara að athuga hvort það væri alvöru. Varla hafði ég sleppt orðunum þegar hinn spaugsami félagi minn reis upp úr stól sínum og með leikrænum tilburðum gerði sig líklegan til að káfa á brjóstunum á mér. Ég lagði mig fram við að fela brosið og vera skömmustuleg þegar ég sagði það eina sem hægt var að segja: Góður punktur! |
posted by ErlaHlyns @ 14:52 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|