5. jan. 2007 |
Trygglyndi öldrykkjukvenna |
Ég sat með Ölstofuvinkonu minni, á Ölstofunni að sjálfsögðu, þegar við fórum að velta fyrir okkur hvernig stemningin væri nýja staðnum þeirra Kormáks og Skjaldar, Domo. Hvorug okkar hefur komið þangað og satt að segja hefur það ekki verið ofarlega á forgangslistanum.
Vinkonan sagði mér að hún hefði lesið Ísfólkið örugglega fjórum sinnum. Samt hafi aldrei hvarflað að henni að lesa Galdrameistarann, þó að Margit Sandemo hafi líka skrifað þann bókaflokk. Það hefðu verið svik við Ísfólkið. Ég varð að taka undir þetta með henni. Reyndar las ég fyrstu bókina um Galdrameistarann, svona til að vita um hvað þetta snerist, en síðan ekki söguna meir.
Spurning um að kíkja kannski einu sinni á Domo, svona til að sjá hvernig er umhorfs. Og síðan ekki söguna meir. Annað væru svik við Ölstofuna. |
posted by ErlaHlyns @ 18:30 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|