Hugleiðingar konu v. 6.0
 
9. jan. 2007
Kalkúnn með súkkulaðisósu
Líklega eru nokkur ár síðan ég heyrði fyrst af hinni mexíkósku mole-sósu. Það vakti athygli mína og undrun að einhverjum skyldi detta í hug að setja súkkulaði í sósu sem borin væri fram með kalkúni. Frá þeim degi hefur mig dreymt um að smakka þessa dularfullu sósu. Því varð ég sérdeilis kát þegar ég rakst á hana tilbúna í mexíkóskri búð á Laugaveginum í gær og keypti eina pakkningu. Ég ætla reyndar að láta kalkúninn eiga sig en elda þess í stað kjúkling í mole strax á morgun!
posted by ErlaHlyns @ 21:15  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER