15. jan. 2007 |
BDSM sem félagslegt frávik |
Ég sagði upp netáskriftinni minni í desember svo ég yrði ekki fyrir neinum truflunum við BA-skrif. Ég lagði nótt við dag, skrifaði og las, alla daga nema aðfangadag, jóladag og gamlársdag. Mér verður alltaf furðu ágengt í skorpuvinnu.
Í dag eru 7 virkir dagar síðan ég sótti um Og1 hjá Vodafone. Þeir sögðu að ég gæti þurft að bíða í 7-10 virka daga eftir nettenginunni. Ég bíð.
Hvað ritgerðina varðar þá las samstarfskona mín hana yfir um daginn. Henni fannst hún skemmtileg. Ég þakkaði hólið en var ekki viss um að æskilegt væri að meint fræðiskrif væru skemmtileg. Líklega þó skárra en að þau séu leiðinleg. Auðvitað hafði ég vonast eftir að skrif mín myndu breyta lífssýn hennar og fylla hana innblæstri. En hvað myndi kennarinn segja?
Hann hefur nú sent mér álit sitt, segir ritgerðina skýra, læsilega og vel unna. Hann gaf ekkert út á skemmtanagildið. |
posted by ErlaHlyns @ 22:30 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|