Hugleiðingar konu v. 6.0
 
14. jan. 2007
Í kea
Samkvæmt nýlegum fregnum hefur hver Íslendingur að meðaltali farið 1,5 sinnum í nýju Ikea-verslunina. Eins og með önnur meðaltöl er þetta jafn skemmtilegt og þegar talað er um að eiga 1,4 börn.

Flestir, ef ekki allir sem ég umgengst, hafa farið í Ikea. Sumir oftar en einu sinni. Hingað til hef ég sagt fólki að ég hafi ekki enn farið. Hefur þetta svar mitt vakið svo mikla undrun að ég er alvarlega að íhuga að taka þetta alla leið og fara aldrei í Ikea. Fólk verður hissa nú, en hvað með eftir 5 ár? 10 ár? Ég mun komast á spjöld sögunnar.
posted by ErlaHlyns @ 16:45  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER