Hugleiðingar konu v. 6.0
 
17. jan. 2007
Tíu sinnum tíu sinnum tíu
Nú er mánuður síðan pabbi byrjaði að blogga. Tæpur mánuður raunar, ef minnið svíkur mig ekki. Samkvæmt nýjustu aðsóknartölum er síðan hans heimsótt tíu sinnum oftar en mín. Þó hef ég bloggað fjörtíu sinnum lengur en hann. Ástæðuna tel ég auðvitað helst liggja í því að hann sé tíu sinnum eldri en ég, eða því sem næst, og hafi því tíu sinnum meiri reynslu. En kannski er þetta misskilningur hjá mér.

Í gær birti hann afar fallega færslu um kisuna sína, hana Helgu Guðrúnu. Vegna annríkis hjá mér á næstunni ætlar pabbi að taka Dexter, hundinn minn, að sér fram á vorið. Hundurinn sá er alvanur köttum og á eflaust eftir að njóta þess að vera fjarri ys og þys borgarinnar. Ég taldi mig eins vissa og nokkur gæti orðið um að vel færi um Dexter hjá pabba. Eftir að lesa um leitina að Helgu varð ég þó einhvern veginn enn vissari í minni sök.
posted by ErlaHlyns @ 17:09  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER