Hugleiðingar konu v. 6.0
 
24. jan. 2007
Drottning eða drottning?
Mér var hugsað til forsetans okkar og forsetafrúarinnar, og velti fyrir mér hvað eiginmaður forseta væri kallaður. Vigdís átti víst engan mann þannig að við sluppum fyrir horn. Verði Hillary forseti er ljóst að við þurfum á þessu frúarinnar ári 2007 að finna nothæft orð. Forsetaherra er bara ekki málið.

En síðan er það þetta með konungsríkin. Eins og í ævintýrunum í gamla daga þá stjórna kóngar og eiginkonur þeirra eru drottningar. Ef kona á réttinn til krúnunnar er hún líka drottning en maður hennar ekki kóngur heldur drottningarmaður. Það þykir nefnilega ótækt að maður valds og maður konu beri sama heiti.

Orðið kóngur felur í sér vald. Orðið drottning gerir það stundum.
posted by ErlaHlyns @ 23:43  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER