24. jan. 2007 |
Útdrátturinn |
Mismunandi viðhorf eru meðal fólks til BDSM og verður hér reynt að varpa ljósi á þessa kynlífshegðun á fræðilegan og fordómalausan hátt. Kynntar eru helstu nálganir félagsfræðinnar á frávikshegðun, pósitívismi og samskiptakenningar. Einnig er greint stuttlega frá hugmyndum Durkheims um vélræn samfélög og lífræn, þar sem umburðarlyndi er meira. Því næst er litið á greiningarkerfi geðlækna og farið yfir skilgreiningar þess á sadisma og masókisma í kynferðislegum skilningi. Sömuleiðis er skoðað hvernig þeir sem stunda BDSM skilgreina hegðun sína og langanir. Bent er á líkindin með skilgreiningum þessara ólíku hópa, nema hvað sá fyrri lítur hegðunina neikvæðum augun en sá seinni jákvæðum. Einnig er sagt stuttlega frá niðurstöðum rannsókna á fólki sem stundar BDSM. Því næst er stimplunarkenningin rædd og BDSM þar sett í samhengi sem frávikshegðun. Síðan er skoðað hvernig BDSM kemur heim og saman við hugmyndir um glæpi án fórnarlambs og greint frá bresku dómsmáli þar sem segja má að BDSM hafi verið fyrir rétti. Ennfremur eru færð rök fyrir því að BDSM eigi ekki að flokkast sem glæpur. Reifuð eru áhrif kynferðislegrar utangarðskenndar, sem er afleiðing stimplunar, og viðbrögð fólks við þeim. Loks er fjallað lítillega um félagsstarf áhugafólks um BDSM hér á landi.
- BDSM sem félagslegt frávik. BA-ritgerð í félagsfræði við HÍ. Erla Hlynsdóttir |
posted by ErlaHlyns @ 00:41 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|