Hugleiðingar konu v. 6.0
 
21. jan. 2007
Ekkert landsbyggðapakk!
Jónas Jónasson, förstöðumaður Gistiskýlisins í Þingholtsstræti, segir að þeir hafi þurft að vísa útlendingum frá enda er Gistiskýlið ætlað Reykvíkingum.

Nú hef ég ekki þurft að leita í skýlið en velti fyrir mér hvernig þetta gengur fyrir sig. Eru heimilislausir almennt með staðfestingu á lögheimili í vasanum, svona til að sýna fram á að þeir séu Reykvíkingar en ekki til dæmis uppvöðlusamir Kópavogsbúar? Og ef þeir eru með lögheimili í Reykjavík, eru þeir þá heimilislausir í raun? Í gegn um störf mín hef ég kynnst þeim ófáum sem eru á opinberum pappírum óstaðsettir í hús. Varla teljast þeir Reykvíkingar. Mér sýnist að ef farið væri að settum reglum væri Gistiskýlið ávallt tómt.
posted by ErlaHlyns @ 18:22  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER