21. jan. 2007 |
Iss, bara milljarð? |
Ástu Möller, þingkonu Sjálfstæðisflokks, finnst að Ólafur Ólafsson hefði frekar átt að gefa meira en þennan milljarð til mannúðarmála en að borga Elton John fyrir að syngja í afmælisveislu sinni. Fréttir herma að hundruðir hafi verið í veislunni og undra ég mig á að Ásta hafi ekki gagnrýnt það líka. Hefði Ólafur ekki átt að láta sér nægja að splæsa á konu og börn, og styrkt hjálparstarfið enn frekar? Og auðvitað hefði Ólafur líka getað sleppt því að halda veislu. Auðvitað snerist þetta allt um sýndarmennsku.
Eins og víst flestir mun ég fagna afmælisdegi á árinu og mjög líklegt að ég haldi upp á hann. Hver veit nema ég bjóði til veislu. Ef af því verður er allsendis óljóst hversu mörgum verður boðið, eða hvers veislugestir fá að njóta. Enda skiptir það engu máli. Ég er nefnilega sem betur fer bara nóbodí úti í bæ sem þarf ekki að eiga von á því að þingfólk geri það að umtalsefni í pólitískum spjallþætti hvernig ég kýs að halda upp á afmælið mitt. |
posted by ErlaHlyns @ 18:48 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|