29. jan. 2007 |
Nokkur tæknileg atriði |
Hitti vissi ég, að þessi kunningi minn hafði verið guðspekingur og jógi, en var nú orðinn heittrúaðir kommúnisti. Ungum kommúnistum þótti í þann tíð heyra til góðum sið að guðlasta, enda hafði átrúnaðargoð þeirra, Brynjólfur Bjarnason, nokkru áður verið ákærður fyrir guðlast, og ekki þótti annað betur sama en að líkjast meistaranum.
Svo segir Halldór Halldórsson í Ævisögu orðanna.
Ástæða þess að Halldór nefnir þennan kunningja sinn er að hann hafði eitt sinn verið tekinn til bæna. Þar var átt við að beðið hafði verið fyrir honum úr predikunarstól vegna brota hans gegn kristni. Áður fyrr voru það helst bágstaddir og sjúkir sem teknir voru til bæna.
Í hugum flestra í dag felur orðatiltækið í sér að vera ávítaður. Talið er að upprunans sé að leita í öðru tveggja. Þegar sóknarbörn höfðu játað syndir sínar fyrir presti bað hann fyrir þeim og kenndi þeim að biðja. Þannig hafi þau verið tekin til bæna. Einnig er mögulegt að þarna sé vísað til siðapostula fyrri alda sem áttu til að lauma ávítunum inn í bænir sínar eða jafnvel predikanir, þannig að hinir syndugu yrðu fyrir opinberri niðurlægingu.
Af þessum kristna meiði eru einnig orðatiltækin að segja einhverjum til syndanna og að lesa einhverjum pistilinn.
Besta leiðin til að sleppa við slíkar ákúrur er auðvitað að iðrast nóg. |
posted by ErlaHlyns @ 11:20 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|