31. jan. 2007 |
Aðgerðarleysi |
Mér líður eins og ég sé að svíkjast undan, eins og ég sé að vanrækja heilan bunka af verkefnum.
Ég er búin að skila lokaritgerð, hef sinnt vinnuskyldu dagsins og hundurinn er hjá pabba. Engin á ég börnin og íbúðin er hrein. Þar af leiðandi er ekkert sem ég þarf að lesa, ekkert sem ég á að skrifa; hvergi þarf ég að mæta og gæti í raun slappað algjörlega af ef mér sýndist svo.
Þetta er afar óþægileg tilfinning. Liðnir eru þeir gömlu góðu dagar þegar ég sinnti námi og þremur hlutavinnum.
Strax í fyrramálið ætla ég að koma mér í þá stöðu að ég þurfi að gera allt of mikið á allt of stuttum tíma. Þannig á það að vera. |
posted by ErlaHlyns @ 21:53 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|