29. jan. 2007 |
Dead in the water |
Munurinn á því að vera á Reykhólum eða í Reykjavík? Ætli hann kristallist ekki í því að þegar konu langar í sund á ósæmilegum tíma er viðkvæðið á fyrrnefnda staðnum: Þá opnum við sundlaugina bara fyrir þig.
Ætlunin var að synda aðeins en þegar ég var þarna alein í lauginni fór um mig einhver ónotatilfinning. Kannski spilaði inn í að það var myrkur og þoka. Allavega gat ég ómögulega synt. Ég var nánast sannfærð um að brátt kæmi einhver og myrti mig með öxi. Það var það eina rökrétta.
En ég gat dundað mér í heitu pottunum í góða stund. Þar hafði ég sýn til allra átta og hefði því tækifæri til að verjast axarmorðingjanum.
Eftir sundið sinnti ég öðrum vörnum þegar ég komst að því að ég hafði gleymt rakakremi og bar þess í stað á mig sólkrem með varnarstuðli 20. |
posted by ErlaHlyns @ 17:29 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|