Hugleiðingar konu v. 6.0
 
15. feb. 2007
Í baráttugír
Ég leit við á útsölu Máls og Menningar á Laugaveginum nýlega. Kannski er ekki rétt að segja að ég hafi litið við þar sem ég hreinlega gleymdi mér í þeirri fjölbreytilegu bókaflóru sem þarna var að finna.

Lítið rit um fuglaflensuna vakti athygli mína. Líklega helst þó fyrir hversu mörg eintök vöru á útsölunni.

Og ekki má gleyma að nefna Can she be stopped? Einhverjir halda kannski að þessi bók hafi líka verið um fuglaflensuna, eða fjalli um morðóða eiginkonu í hefndarhug. Nei, þessi bók er um Hillary Clinton. Eiginlega eru þetta leiðbeiningar fyrir repúblíkana um hvernig koma skal í veg fyrir að Hillary verði forseti (og Bill þar með forsetaherra, sem hljómar vissulega mjög illa).

Ef þú vilt berjast gegn fuglaflensu og Hillary Clinton þá er Mál og menning rétti staðurinn.
posted by ErlaHlyns @ 05:08  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER