Hugleiðingar konu v. 6.0
 
12. feb. 2007
0,12%
Björn Ingi bloggar um að Framsóknarfundur á Kanaríeyjum sé líkleg ástæða þess hversu fáir sögðust í könnun Fréttablaðsins ætla að kjósa Framsókn. Að sjálfsögðu tek ég öllu alvarlega sem alvarlegur stjórnmálamaður lætur frá sér fara.

Ekki veit ég hvar Björn Ingi hefur lesið sér til um rannsóknaraðferðir en fram kemur að um 360 manns hafi verið á fundinum. Í könnun Fréttablaðsins var hringt í 800 manns, og þar af svaraði um helmingur. Kannski ímyndar Björn Ingi sér að ef þetta fólk hefði verið á landinu hefði meirihluti þess lent í handahófsvöldu úrtaki Fréttablaðsins.

Eða kannski veit Björn Ingi það sem við hin aðeins höldum, að þarna hafi verið verið samankominn kjarni Framsóknarflokksins og því varla nokkur stuðningsmaður hans staddur á landinu á meðan. Um 0,12% landsmanna voru á fundinum á Klörubar. Er það mögulegt raunfylgi Framsóknar? Og skyldu Framsóknarmennirnir á Kanaríeyjum snúa aftur til Íslands eða kjósa hér eftir að kjósa á Spáni?
posted by ErlaHlyns @ 15:36  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER