9. feb. 2007 |
Ást |
Þá er það opinbert. Ég er ástfangin. Ástfangin af Google.
Auðvitað liggur beinast við að tengja þessa ást mína við það sem á slæmu máli kallast gúggl. Ég gúggla allt. En Google hefur meira til að bera.
Gmail er önnur snilldin, póstforritið þeirra sem ég er eiginlega hálf súr yfir að hafa fyrst kynnst nýlega. Og auðvitað eru Blogspot-síðurnar á þeirra vegum.
Listinn er langur, en ég verð að hafa sérstakt orð á nýjustu uppgötvun minni, Google Reader. Þeir sem syrgja MikkaVef geta nú tekið himinn höndum. Ég veit að sumir nota nú Bloglines en einhvern veginn fannst mér það ekki vera málið. Það er Google Reader hins vegar.
Spurning hvort ég fari brátt að panta mér hluti héðan. |
posted by ErlaHlyns @ 17:01 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|