17. feb. 2007 |
Tóm |
Ég vona að sem flestir hafi horft á mynd Moodyson, Ett hål i mitt hjärta, sem var að ljúka á Sirkus.
Fylgdist ég betur með hefði ég hvatt fólk til að horfa á hana, en ég vissi ekki að hún væri á dagskrá fyrr en 10 mínútum eftir að hún byrjaði.
Þegar ég hugsa mig betur um er ég þó ekki viss um að ég hefði viljað hafa það á samviskunni að fólk sæi myndina vegna hvatningar minnar, því hún er hreinn viðbjóður. Ég, sem kalla ekkert ömmu mína lengur, greip ósjálfrátt um munn mér yfir einu atriðinu.
Moodyson lagði upp með að gera mynd um bandarískan klámiðnað. Áherslur breyttust og útkoman var þessi mynd. |
posted by ErlaHlyns @ 01:32 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|