Hugleiðingar konu v. 6.0
 
19. feb. 2007
Af sogi
Þegar ég gekk inn í stofu áðan sá ég konu með snuð á sjónvarpsskjánum. Þó hún hafi verið fullklædd en ekki aðeins með lítinn smekk sem á stóð I love my daddy datt mér fyrst í hug að þarna væri verið að sýna myndskeið tengt vefsíðu þeirri er Vestur-Íslendingurinn Hjorleifsson vísar beint á. Það er meira að segja mynd af konunni á síðunni hans. Á myndinni er hún með smekkinn, en það sem er uppi í henni er nokkuð stærra en hið hefðbundna snuð.

Þegar betur var að gáð sá ég að það var verið að auglýsa alsaklausan sjónvarpsþátt um uppeldi barna.

Hjorleifsson skammast sín fyrir uppruna sinn. Ég skammast mín líka fyrir uppruna hans.
posted by ErlaHlyns @ 22:22  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER