3. mar. 2007 |
Játning |
Hver hefur ekki lent í því að heyra aðra fara með fleipur? Stundum kemur maður fólki í skilning um að það fari með rangt mál, að það sé að misskilja. En stundum ekki.
Misjafnt er hvort það er fólkið eða fleiprið sem maður hreinilega nennir ekki að leiðrétta. Kannski því það þyrfti heilan dag til þess, því málið er svo flókið. Eða kannski vegna þess að viðkomandi virðist harðákveðinn í að hans málflutningur sé hinn eini rétti.
Þó viðmælandi minn vaði í villu og svíma á ég það til að lyfta brúnum, horfa hissa á viðkomandi rangfærslumann og segja á innsoginu: Í alvöru?
Letin gerist varla meiri. |
posted by ErlaHlyns @ 00:34 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|