27. feb. 2007 |
Bóbó |
Það væri orðum ofaukið að segja að ég væri virk á þessu blessaða mæspeis, þó ég skiptist stundum á skilaboðum við mæspeis-vini mína, og taki almennt vel í að eignast fleiri. Mörgum hef ég samt hafnað, ekki talið mig hafa neitt að græða á sumum þeirra er vilja verða vinir mínir. Oft hafa þetta verið harðgiftir heimilisfeður frá sunnanverðum Bandaríkjunum, áhugamenn um íslenska menningu.
Í dag urðu tímamót. Í dag bað DJ Bóbó mig um að vera vinur sinn.
Ég man helst eftir honum vegna lagsins There´s a party frá 1995. Ef ég ætti að lýsa þessu lagi í einu orði nú myndi ég segja það viðbjóð. Fyrir þá sem ekki muna eftir Herra Bóbó má í sömu andrá nefna þá sem hann telur áhrifavalda sína; Snap, Culture Beat og Kim Wilde. Já. Viðbjóður.
En DJ Bóbó hætti ekkert þarna níutíuogfimm. Nei, nei. Hann er enn að semja lög og gefa út plötur. Og í ár er hann fulltrúi Sviss í Júróvision.
Við erum því ekkert ein um þessa hugmynd okkar. Svisslendingar ætla líka að senda útbrunna stjörnu í keppnina. |
posted by ErlaHlyns @ 16:26 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|