6. mar. 2007 |
Dómar |
Félagsfræðingurinn Eric Goode gerði á sínum tíma viðhorfskönnun meðal bandarískra háskólanema þar sem hann reyndi að leggja mat á hvort og þá hversu mikið tilteknir þjóðfélagshópar væru fordæmdir. Nemarnir gáfu álit sitt til kynna með því að gefa hópunum einskonar einkunn, á bilinu 1 til 3, þar sem 1 stóð fyrir algjöra fordæmingu en 3 fyrir fullkomna viðurkenningu.
Nauðgarar 1,10 Morðingjar 1,12 Meðlimir KKK 1,18 Alkóhólistar 1,87 Geðsjúkir 1,96
Samkynhneigðir 2,07 Þroskaheftir 2,18 Stjórnmálamenn 2,23 Þeir sem halda framhjá 2,30 Fatlaðir 2,51 Háskólaprófessorar 2,53 Offitusjúklingar 2,57 Blindir 2,57 Marjúanareykingafólk 2,61 Lögreglumenn 2,67 Ógiftar mæður 2,68 Fólk af öðrum kynþætti 2,71
Heimild: E. Goode, Deviant Behavior, 2001, bls. 44.
Þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar verður að hafa í huga að ekki er hægt að gera ráð fyrir að þær endurspegli viðhorf almennings. Satt að segja má telja víst að þeir sem þarna gáfu álit sitt hafi verið betur menntaðir en margur. |
posted by ErlaHlyns @ 12:51 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|