8. mar. 2007 |
Í tilefni dagsins |
Ekki tapa gleðinni! heyrðist oft í einum Fóstbræðraþættinum. En það er alveg jafn mikilvægt að tapa sér ekki í gleðinni.
Ef þú ert einum of kátur eða sæll get ég hæglega hjálpað þér niður á jörðina.
Tekið af síðu lestrarfélagsins Krumma:
Eftir að hafa prófð sjálfur að vera í fæðingarorlofi hefur skoðun mín á jafnréttisbaráttunni breyst talsvert. Hingað til hefur það verið talað um að konur hafi "þurft" að vera heima hjá börnum en karlmennirnir getað verið úti að vinna, að það sé jafnréttismál fyrir konur að karlmenn séu heimavinnandi.
Ég held það hafi verið öfugt. Konurnar hafa lengi getað haft það gott heima í fæðingarorlofi en karlmönnum hefur verið att út að vinna. Ætli það hafi ekki verið náðugra verkefni að vera heima að baka í hlýjunni en að berjast við náttúruöflin úti á sjó.
Hjalti Már Björnsson |
posted by ErlaHlyns @ 17:46 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|