15. mar. 2007 |
Fregnir úr Smáralind |
Frétt dagsins: Guðbjörg Hildur Kolbeins er hætt við Háskóla Íslands.
Í dag sendi hún nemendum sínum póst þess efnis, og gaf þá skýringu að henni hafi verið boðið betur launað starf sem hún ætli að taka til að eiga fyrir salti í grautinn. Bréfið gefur ekki tilefni til annars en að telja Guðbjörgu hætta störfum frá og með deginum í dag.
Það vildi svo skemmtilega til að ég var stödd í Smáralindinni þegar ég fékk þessar fregnir.
En hvað nú? Nemendur eru óvissir um hvort þeir eigi að mæta í tíma á morgun. Hver tekur við kennslunni? Hvað verður um þá nemendur sem Guðbjörg tók að sér að leiðbeina vegna lokaritgerða? Og er uppgefin ástæða starfsloka hennar sú rétta?
Ég er búin að leita á helstu fréttavefjum en finn ekkert um þetta mál. Kvöldfréttir sjónvarps eru næstar á dagskrá. |
posted by ErlaHlyns @ 18:20 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|