Hugleiðingar konu v. 6.0
 
14. mar. 2007
Enga hommalifur, takk!
Þátturinn Ísland í dag var í gær vettvangur umræðna um líffæragjafir. Ágúst Ólafur, þingmaður Samfylkingarinnar, vill gera fólki auðveldara að koma vilja sínum í þessum efnum á framfæri.

Í dag eru tvær leiðir færar. Það er hægt að fylla út eitthvað eyðublað sem skila þarf til Landlæknis, eða ganga með kort í veskinu þar sem leyfið er gefið. Ég átti einmitt svona kort en týndi því. Þau er víst hægt að nálgast á öllum Heilsugæslustöðvum.

En til að einfalda málin vill Ágúst Ólafur að þessar upplýsingar komi fram á ökuskírteininu. Þannig þurfi allir að gera upp hug sinn þegar þeir fá ökuréttindi. Ökumenn eiga það nefnilega til að deyja.

Síðar í þættinum var talað um blóðgjafir, og allir hvattir til að gefa blóð. Allir geta nefnilega bjargað mannslífum. Nema hommar. Þess var reyndar ekki getið. En karlmenn sem sofa hjá öðrum karlmönnum mega ekki gefa blóð. Það er víst í alþjóðlegum samþykktum að lífgjöf frá þessari tegund fólks sé illa liðin. Vegna þessa skrifaði ég harðort bréf til Blóðbankans, en fékk aldrei svar.

Í framhaldinu fór ég að velta fyrir mér hvort hommar mættu þá nokkuð frekar gefa líffæri sín. Auðvitað hljóta þau að vera jafn menguð.

Áður en fólk gefur blóð er því gert að fylla út eyðublað þar sem kynhneigð, og margt margt fleira, kemur fram. Vill Ágúst Ólafur að fólki sé skylt að greina Ríkislögreglustjóra frá kynlífslöngunum sínum? Og hvað með þá sem eru óvissir um kynhneigð sína? Fá þeir ekki að keyra?

Á ökuskírteinum má nú stundum lesa að skírteinishafi þurfi að nota gleraugu til aksturs. Kannski bætist nú við hjá einhverjum: Hommi.
posted by ErlaHlyns @ 23:17  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER