21. mar. 2007 |
Af líkum |
Í framhaldi af umræðu hér nýlega um blóð- og líffæragjafir finnst mér við hæfi að tala einnig um þann möguleika að gefa líkama sinn eins og hann leggur sig. Sá möguleiki er þó raunar ekki fyrir hendi eins og er.
Fyrir um ári fékk ég þá flugu í höfuðið að mig langaði jafnvel að gefa líkama minn til vísindarannsókna, svona þegar ég hef gefið upp öndina. Móður minni fannst ég aldeilis sverja mig í föðurættina með þessum hugmyndum þar sem einhver forfaðirinn hafði gert einmitt þetta, og verið jarðaður fjölmörgum árum eftir andlátið. Einnig fannst henni, og reyndar fleirum, þetta lýsa kaldlyndi mínu. Ég tók því fram að ég hefði velt þessu fyrir mér með þeim fyrirvara að komandi börn mín hefðu áhrif á ákvörðunina, enda get ég ímyndað mér að það sé ekki geðsleg tilhugsun að vita af jarðneskum leifum móður sinnar sundurskornum á einhverri rannsóknastofu.
En ég vildi vita hvernig þetta gengi fyrir sig, og sendi fyrirspurn á Vísindavefinn. Ég var ekki ein um að hafa beðið um upplýsingar, svarið barst von bráðar, og sögunni fylgdi að ekki væri mögulegt að svo stöddu að gefa líkama sinn til Háskólans vegna aðstöðuleysis.
Í kjölfarið skrifaði ég læknadeild Háskólans og bað um nánari skýringar á þessu aðstöðuleysi, og hvað þyrfti að breytast til að þeir gætu tekið við likamsleifum. En ég fékk ekkert svar frá þeim, frekar en Blóðbankanum.
Mér finnst þetta nú bara illa gert og hálfgert vanþakklæti. Það er ekki á hverjum degi sem ég vil gefa einhverjum lík mitt. |
posted by ErlaHlyns @ 13:52 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|