22. mar. 2007 |
x Ísland |
Eftir klukkustund mun hinn nýstofnaði Íslandsflokkur kynna stefnumál sín. Nú er ekki korter í kosningar, það er löngu búið að hringja inn.
Einhver nefndi að nafngift flokksins lýsti álíka hógværð og að notast við íslenska fánann sem lógó.
Eins og kunnugt er fara þarna í broddi fylkingar Ómar Ragnarsson og Margrét Sverrisdóttir, auk Jakobs Frímanns Magnússonar. Ef vefsíða þess síðastnefnda er skoðuð sést að hún er að öllu leyti tileinkuð Samfylkingunni og baráttumálum hennar.
Er ekki við hæfi að stjórnmálamenn uppfæri vefsíður sínar í stíl við nýfundnar skoðanir? |
posted by ErlaHlyns @ 12:56 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|