30. mar. 2007 |
Játningar - part deux |
Ég fór á einkamal.is og sá þar auglýsingu frá manni sem segist vera giftur og vill kynnast konum til að heyra af viðhorfum þeirra til lífsins og tilverunnar. Þarna var líka auglýsing frá konu sem segir fátt annað en að hún sé gullfalleg, og ég sá mína auglýsingu alveg fyrir mér:
Ég er gullfalleg og hef rosa gaman að kynlífi. Mér finnst líka frábært að þrífa og best þykir mér þegar karlmenn skilja óhreina diska eftir einhvers staðar lengst frá vaskinum. Þegar ég safna saman leirtaui finnst mér eins og ég hafi fundið tilgang lífsins á ný.
Þegar ég skrifaði þessi orð rifjaðist upp fyrir mér að ég hef aldrei þurft að kljást við skeggbrodda á vaskinum eða klósettsetur sem virðast ekki tolla niðri. Ástæðan er einföld: Ég hef aldrei búið með karlmanni.
Geri ég ráð fyrir að þessar upplýsingar fái álíka athygli og samskonar játning Katrínar Júlíusdóttur sem rataði alla leið á forsíðu Ísafoldar. |
posted by ErlaHlyns @ 12:26 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|