Hugleiðingar konu v. 6.0
 
29. mar. 2007
Hörbalæv
Orð fá ekki lýst vanlíðan minni þessa stundina. Ástæðan er myndband sem ég rakst á hjá henni Hörpu Hrönn, myndband með Herbalife-kóngnum Óskari Finnssyni.

Ég og Harpa eigum það sameiginlegt að hafa verið í skóla með systur Óskars, og var systirin besta vinkona mín rétt um 10 ára aldurinn. Nú er hún gift virðulegum manni sem vinnur í Pentagon. Sannarlega ólíkar leiðir sem við fórum.

En myndbandið.

Enskukunnáttan, eða skortur á henni, er pínlega fyndin. Yfirleitt er mér nokk sama um ófarir annarra en þetta tók á. Því liggur auðvitað beinast við að deila þessu með þér.

Fyrirgefðu, Rut.
posted by ErlaHlyns @ 15:18  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER