Hugleiðingar konu v. 6.0
 
27. mar. 2007
Beint í æð
Ég sat fundinn á Húsavík í gær þar sem Valgerður Sverrisdóttir mælti með álveri fyrir íbúana. Aðeins þannig gæti byggðin risið á ný, að hennar mati.

Nú er ég ekki fylgjandi álverum en verð að segja hvað mér finnst dapurlegt um að lítast í sumum þessara smærri bæja úti á landi. Væri ekki nær að endurskoða fiskveiðimálin en að einblína á þessa endalausu mengunarvalda um allt?

Íbúum Raufarhafnar hefur fækkað um helming og ég fékk nánast á tilfinninguna að bærinn væri að leggjast í eyði. Einhvern veginn gerði ég mér ekki grein fyrir því hvernig ástandið er. En sjón er sögu ríkari. Og ég er döpur yfir málefnum landsbyggðarinnar.

Einhverjir kunna að velta fyrir sér hvað ég sé eiginlega að gera hér fyrir norðan, en ég er hér í fylgd með Sigurjóni Þórðarsyni, þingmanni Frjálslyndra, að kynna mér staðhætti. Sigurjón leggur auðvitað mesta áherslu á að leggja niður kvótakerfið; þannig vill hann reisa byggðirnar við. En hann hefur einnig gefið út að álver í Þingeyjasýslu gæti verið góður kostur. Ekki er hann þó fylgjandi álæðinu því hann er einmitt mótfallinn því að álverið í Straumsvík sé stækkað; það álver sé ofan í blómlegri byggð á meðan þeim úti á landi vantar hvatningu til að vera þar áfram. En afnám kvóta kýs hann helst.

Já, eftir einn einasta dag á Norðurlandi er ég reynslunni ríkari, og virkilega hugsi.
posted by ErlaHlyns @ 14:07  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER