Hugleiðingar konu v. 6.0
 
10. apr. 2007
Bijitâ Q
Ég er bara nágranni þinn og lygari. Ertu nokkuð með símanúmerið hjá Zoe?

Þetta var titill metsölubókar Stephans í hinni draumkenndu La Science des rêves sem ég fór á í kvöld. Í bíóhúsum er hún þó kölluð því bjánalega nafni Science of dreams.

Þegar sýningu lauk sagði vinur minn hugsandi: Þetta er nú það skrýtnasta sem ég hef séð. Ég deildi því með honum að ég hefði séð margt undarlegra.

Þær fara að verða ansi margar, skrýtnu myndirnar sem ég hef séð, og flestar þeirra hef ég fengið að láni hjá Valtý. Eins og sjá má á blogginu hans er næst á dagskránni japönsk mynd um kvenlöggu, vopnaða jójói.

Meðal annars hefur Valtýr lánað mér myndir Takashi Miike. Sennilega er hann lítt þekktur hér á landi nema meðal asíumyndagúrúa, en einhverjir muna kannski eftir þættinum sem hann leikstýrði fyrir Masters of Horror-seríuna - þættinum sem var bannaður í Bandaríkjunum.

Helvítis teprur, þessir Kanar, hugsaði ég með mér en á meðan á þættinum stóð upplifði ég sömu líkamlegu þjáningarnar og þegar ég horfi á myndirnar hans.

Lýsingu á einni þeirra eftirminnilegustu má lesa á bloggi Mengellu heitinnar.
posted by ErlaHlyns @ 00:57  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER