16. apr. 2007 |
MMM |
Eins og einhverjum mun vera kunnugt um er starfandi félag sem kallast Konur með konum, eða KMK, og er það vettvangur fyrir lesbíur og tvíkynhneigðar konur til að efla samstöðu og samskipti sín á milli.
Í tengslum við þetta fór ég að velta því fyrir mér hvað það sé mikil synd að ég sé ekki samkynhneigður karlmaður. Þá myndi ég nefnilega láta það vera mitt fyrsta verk að stofna nýtt félag: Menn með mönnum.
Eftir nokkur ár myndi ég svo gera félagsfræðilega málfarsstúdíu á því hvaða merkingu fólk legði í orðatiltækið að vera maður með mönnum. |
posted by ErlaHlyns @ 18:23 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|