Hugleiðingar konu v. 6.0
 
20. apr. 2007
Dúllan 2008
Þær eru víst fleiri, dúllurnar í ættinni.

Í dag leyfði mamma mér að hlusta á upptöku af því sem spámiðill sagði við hana nýlega. Miðillinn fór að lýsa útliti dótturinnar, eins og móðurinni væri um það allsendis ókunnugt.

Hún er lágvaxin, frekar barnaleg, með stór augu; svona dúlla.

Afgreiðslukonan í Ríkinu hefur líklega verið í sambandi við sömu anda þegar hún ákvað nú í vikunni að spyrja mig um skilríki. Einhverjum konum á tuttugastaogníunda aldurári kynni að þykja þetta hrós, en ég varð nú eiginlega hálf móðguð.
posted by ErlaHlyns @ 21:58  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER