Hugleiðingar konu v. 6.0
 
21. apr. 2007
Málaferli?
Í Fréttum af fólki í dag vitnar Fréttablaðið í þessa færslu, og segir þar:

Doktor Ármann Jakobsson skrifar nokkuð reyfarakennda lýsingu á málavöxtum sem lýkur með þeim orðum að lögreglan gruni mann ,,sem hafi sterk tengsl við bæði Indland og orður".

Það vill þó svo skemmtilega til að á vefsíðu Ármanns segir einnig:

Allt efni á þessari síðu er verndað af ákvæðum höfundalaga. Sérhver eintakagerð eða dreifing þess (t.d. í prentmiðlum) er óheimil nema til komi samningur við höfund eða rétthafa höfundarréttar. Notkun sem brýtur í bága við lög eða samninga getur haft bóta- og refsiábyrgð í för með sér.

Ætli blaðamaður Fréttablaðsins hafi fengið leyfi hjá doktor Ármanni til að hafa eftir honum þessi sögulegu orð?

Og ætli ég sé í vondum málum þar sem ég ræddi ekki við Ármann áður en ég afritaði þessa klausu um höfundarlög?
posted by ErlaHlyns @ 23:05  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER