Hugleiðingar konu v. 6.0
 
27. apr. 2007
Unlucky number 9
Af því að stundum deili ég óþarfa upplýsingum með öðrum, sagði ég vini minum frá því að einn takkinn á gemsanum mínum væri orðinn til vandræða, og ætti ég því nánast í vandræðum með að hringja í símanúmer sem innihalda töluna 9, Hann tilkynnti mér þá afar varfærnislega: Það er af því að þú slefar á símann.

Til að bæta upp fyrir þessi ljótu orð bauðst hann til að laga þetta fyrir mig, og rann þá upp fyrir mér að ég var að tala við rafeindavirkja með farsímaviðgerðir á ferilsskránni.

En þetta er sumsé það sem gerist. Þegar fólk talar í símann frussar það yfir hann munnvatni, og eru neðstu takkarnir í mestri hættu. Afleiðingin: Vandræði.

Þá man ég skyndlega að nían á reiknivélinni minni er líka biluð og reynir því óþarflega mikið á vanhæfni mína í hugarreikningi.

Og ekki vil ég kannast vil að frussa á vasareikninn.
posted by ErlaHlyns @ 16:56  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER