Hugleiðingar konu v. 6.0
 
25. apr. 2007
Blástakkar
Í kvöld var ég meðal gesta á kosningafundi Stöðvar 2 í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Egill Helgason horfði yfir hópinn og lét þau orð falla að Sjálfstæðisflokkurinn hefði greinilega gleymt að boða sína stuðningsmenn á fundinn.

Ég kunni nú ekki við að leiðrétta Egil en mér sýndist ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn hafa gleymt sér, heldur einnig Framsókn, Íslandshreyfingin og Frjálslyndir. Mér sýndist sumsé að í salnum væru aðeins stuðningsmenn Vinstri grænna og Samfylkingar. Þarna sá ég aðeins valinkunna stuðningsmenn xV og xS, fólk merkt þeim flokkum, auk tveggja ómerktra karlmanna og einnar konu.

Raunar átta ég mig þó vel á þessari ályktun Egils þar sem ungir karlmenn í bláum jakkafötum voru allsendis fjarverandi.
posted by ErlaHlyns @ 23:48  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER