Hugleiðingar konu v. 6.0
 
30. apr. 2007
Fjölsvæf
Áhyggjuraddir heyrast nú frá íbúum við Njálsgötu vegna fyrirhugaðs heimilis fyrir þá sem eiga ekki í önnur hús að venda.

Nú er það svo að fyrir um ári, að mig minnir, sat ég fund þar sem Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi sagði frá kaupum borgarinnar á Skeggjagötu 1 og að eftir endurbætur myndi fólk götunnar flytja þar inn.

Björk bætti við að í þessu þriggja hæða tvíbýli hefði verið rekið gistiheimili, og byrjaði að lýsa hvernig þarna væri umhorfs.

Ég átti afar erfitt með að sitja kyrr og hlusta, og gjóaði þess í stað augunum í kring um mig í tómum vandræðagangi. Mig langaði nefnilega helst að standa upp og tilkynna: Ég átti sko heima þarna! Mamma mín átti þetta hús í um 15 ár og hún rak þetta gistiheimili. Já, og ég hef sofið í næstum öllum herbergjum hússins. Pælið í því!

Ég hélt þó aftur að mér þar sem viðbrögð háttvirtra fundargesta hefðu að öllum líkindum verið: Só??

En þeir heimilislausu fengu aldrei inni á æskuheimili mínu. Ekki er mér kunnugt um nákvæma skýringu, en veit að þarna búa nú fyrrum flóttamenn. Mér skilst að þeir hafi þótt fýsilegri nágrannar.

Og næsti valkostur hefur væntanlega verið Njálsgatan.
posted by ErlaHlyns @ 02:46  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER