8. maí 2007 |
Bjúrókra-tík 1 |
Mörgum finnst nú fátt einfaldara en að borga reikningana í gegn um heimabanka þegar fólk er á ferðalagi erlendis. Það þarf ekki meira til en nettenginu. Þó hafa ekki allir tileinkað sér þessa nýju tækni. Þeirra á meðal er móðir mín.
Hún er nú nýkomin frá Tyrklandi og auðvitað var það hennar fyrsta verk eftir heimkomuna að storma í bankann með reikningana. Einn þeirra var Álagningarseðill fasteignagjalda og var hún bæði sátt og glöð þegar þetta var allt frá.
Hún var sátt, þar til hún opnaði póstinn og fann þar tilkynningu um dráttarvexti á fasteignagjöldum vegna vangoldinnar skuldar.
Þá var það hennar fyrsta verk að hringja í starfsmann Fjármálasviðs Reykjavíkurborgar og krefjast skýringa. Þær voru auðfengnar. Í bankanum hafði hún greitt nýjasta greiðsluseðilinn, þann með eindaga í lok maí, í stað þess sem greiða átti í apríl.
Sama upphæð, sami viðtakandi, annar gjalddagi.
Var ekki minnsta málið að breyta þessu í tölvukerfinu? Nei, aldeilis ekki. Hún skyldi gjöra svo vel að borga gamla reikninginn, ellegar fá frekari vexti. |
posted by ErlaHlyns @ 21:23 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|