6. maí 2007 |
Hollywood |
Í gærkvöldi horfði ég á dvd, borðaði nammi, og hugsaði með mér hvað ég væri óskaplega þæg, svona á laugardagskvöldi. Ef það hefði verið mánudagur hefði ég hins vegar hugsað með mér hvað ég væri mikill iðjuleysingi.
En myndin í tækinu var The Black Dahlia en eins og frægt er byggir myndin á sönnum atburðum. Réttara væri þó að segja að hún byggi á sönnum atburði, þeirri staðreynd að Beth Short var myrt.
! Þeir sem ekki hafa séð myndina, en hafa hug á því, er ráðlagt að láta hér staðar numið.
Við nánari eftirgrennslan komst ég nefnilega að því að sagan hefur verið krydduð heldur mikið, á la Hollywood-style. Ekki eru heimildir fyrir því að Beth hafi verið lesbía, hóra, eða að hún hafi leikið í klám- eða snuff-myndum. Þegar þessi atriði eru tekin út úr myndinni er heldur lítið eftir. Þá er hún bara um konu sem var myrt. |
posted by ErlaHlyns @ 12:54 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|