Hugleiðingar konu v. 6.0
 
22. okt. 2007
Tófú óverdós
Ég rambaði inn á námskeið í kínverskum grænmetisréttum í kvöld. Kennarinn, Natalía Chow, var fyndin og skemmtileg, og svo talar hún líka svo fína íslensku. Ég hálf skammaðist mín þegar ég komst að því, þar sem ég hafði gert ráð fyrir að hún talaði bara ensku.

Á námskeiðinu voru um tíu konur og tveir karlar. Annar karlinn var mjög áhugasamur og sagði alla fjölskyldu sína grænmetisætur. Hinn var þarna með konunni sinni og gerði fátt annað en að gera lítið úr „dyntum“ grænmetisætna.

Natalía er einmitt grænmetisæta; hún neytir engra mjólkurafurða og borðar um eitt egg á ári.

Ég var auðvitað með henni í liði og þurfti að halda mikið aftur af mér til að segja manninn ekki dónalegan.

Þar sem ég geri alltaf það sem er við hæfi ætla ég nú að telja upp þá rétti sem ég smakkaði á í kvöld, en þarna innbyrti ég meira tófú en samtals áður á lífsleiðinni:

Tófústeik með hnetusósu
Ma Po tófú
Barbecue tófú
Graskerspottréttur
Steiktar hrísgrjónanúðlur með grænmeti
Baunasúpa
Steikt tófú að kínverskum hætti
Hrísgrjónagrautur úr svörtum grjónum
Gulrótasúpa með tófúblöðum
og síðast en ekki síst...
Tófú sleikjó með sataysósu
posted by ErlaHlyns @ 23:18  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER