Hugleiðingar konu v. 6.0
 
10. jan. 2008
Skordýr í rauðvíni
Við lestur fréttar um að hambjalla hafi fundist í Nizza-súkkulaði varð mér hugsað til þess þegar ég fékk eitt stykki ofurölvi bjöllu upp í mig þegar ég var að drekka rauðvín, nánar tiltekið Gato Negro Cabernet Sauvignon.

Þetta var í afmæli hjá vinkonu minni og ég hafði flöskuna meðferðis, hellti í glas og hafði tekið nokkra sopa þegar ég finn fyrir einhverju heldur undarlegu uppi í mér. Ég skyrpti bjöllunni út og kúgaðist og kúgaðist þegar ég gerð mér grein fyrir að ég hafði næstum borðað skordýr.

En bjöllur eru víst próteinríkar...
posted by ErlaHlyns @ 16:50  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER