Hugleiðingar konu v. 6.0
 
1. jan. 2008
Áramótaánægja

Á morgun er fyrsti vinnudagur á nýju ári og af því tilefni virkja ég dagatalsbókina Konur eiga orðið árið 2008.

Á síðasta ári óskaði bókaútgáfan Salka eftir stuttum hugleiðingum kvenna í dagatalsbók og sendi ég þar inn mína eigin. Hún birtist ekki í bókinni (helvítis djöfull) en ég keypti hana engu að síður. Tilgangur kaupanna: Að skipuleggja mig (betur).

Á haustmánuðum fór ég að horfa hýru auga til dagatalsbókar einnar af fyrirmyndum mínum í blaðamennskunni. Þessi leið til að safna minnispunktun fannst mér heldur skynsamlegri en miðafarganið sem finna má á mínu eigin skrifborði. Engar dagatalsbækur var þó að fá í búðum og hef ég nú beðið óþreyjufull, mánuðum saman, eftir að koma einni slíkri í notkun.

Á morgun er stóri dagurinn!
posted by ErlaHlyns @ 19:56  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER