12. sep. 2010 |
„Hættið að skipta um eiginkonur“ |
„Það eru ráðningarfyrirtæki sem birta þessar skýrslur, sem Michael Page, held ég sé með skýrslu sem allir sem hafa verið með einhverja undirmenn í Bretlandi þekkja, af því að þeir mæta alltaf með helvítis skýrsluna og segja: Bíddu, markaðurinn er að borga þrisvar sinnum laun. Og maður segir: Já, en þú ert með hærri grunnlaun en markaðurinn. Já, en það eru allir að fá svona tvisvar sinnum laun, þrisvar sinnum laun í bónusa. Þetta er endalaus umræða og allir að rífast um hvaða viðskipti þeir skiluðu, maður fær ekki mikla svona gleði af mannskepnunni að vera í þessum viðræðum. Ég sagði við þá oft í London: Hættið þið bara að kaupa ykkur Porsche og drekka svona mikið brennivín og þá líður ykkur betur, hættið að skipta um eiginkonur, það mun spara ykkur mikla peninga." - Lárus Welding við skýrslutöku hjá Rannsóknarnefnd Alþingis
Þessi ummæli hans eru auðvitað sérstaklega rifjuð upp í skýrslu þingmannanefndarinnar sem fjallaði um skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. |
posted by ErlaHlyns @ 14:19 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|