4. okt. 2005 |
|
Á sunnudagskvöldið fór ég á Tupperware kynningu. Kynningin var haldin heima hjá Jóhönnu og fékk ég því tækifæri til að bera augum nýfædda engilinn hennar, hann Adam. Annar plús var að ég fékk einnig að heilsa upp á bozerstrákinn hann Zain. Nóg á að líta hjá Jóhönnu. En aftur að Tupperware. Allir aðrir á kynningunni vissu eiginlega allt um vörurnar og voru að koma til að sjá nýjar vörur og/eða kaupa vörur sem það hafði áður séð. Ég var ein um að hafa ALDREI farið á Tupperware kynningu og ég verð að segja að ég varð bara næstum því ástfangin. Ég myndi sko gera margt fyrir að eiga heimili fullt af Tupperare! Vörurnar eru ekki þær ódýrustu svo ég keypti mér bara tvennt í þetta skiptið - skál sem stækkar og minnkar eftir því sem maður þarf á að halda (snilld!) og nestisbox sem hægt er að skipta 1, 2 eða 3 hólf (snilld!).
Svona í lokin verð ég að segja ykkur frá einu öðru snilldartæki sem mig langaði mikið að kaupa - dósaopnara! En þetta var enginn venjulegur dósaopnari. Hann var þannig úr garði gerður að þú getur ekki skorið þig á opnaranum sjálfum, ekki á lokinu sem þú skerð úr dósinni og ekki á dósinni sjálfri þegar þú hefur skorið lokið af. Við fengum að prófa og þetta var ótrúlegt. Af hverju eru ekki allir dósaopnarar svona??? |
posted by ErlaHlyns @ 06:56 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|