26. maí 2006 |
Hugsar þú? |
Þegar ég fékk fyrst kosningarétt kaus ég Sjálfstæðisflokkinn. Í dag álít ég þetta auðvitað einhvern mesta skammarblett á mínum lífsferli. En af hverju gerði ég þetta? Jú, því ég fylgdi fordæmi minna nánustu. Ég kaus samkvæmt hefðinni.
Ég svara því til í dag að ég hafi kosið XD áður en ég fór að kynna mér stjórnmál. Ég gerði það áður en ég kynnti mér stefnumál flokkanna. Þvílík og önnur eins bernskubrek.
Ég þekki allt of marga sem gera þetta enn í dag - kjósa samkvæmt hefðinni. Ég þekki allt of mikið af fólki sem kýs það sama og foreldrar þess gerðu, án þess að hafa minnstu hugmynd um hvað hver flokkur stendur fyrir.
Ég kýs að þú kynnir þér stefnumál flokkanna áður en þú gengur á kjörstað. Ég kýs að þú takir meðvitaða ákvörðum sem þú hefur vegið og metið á eign forsendum. Ég kýs að þú hugsir. Hugsar þú? |
posted by ErlaHlyns @ 00:29 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|