Hugleiðingar konu v. 6.0
 
15. maí 2007
Hvar er Erla?
Sá sem finnur mig fyrstur í DV í dag fær þann heiður að, tja, vera fyrstur til að finna mig.

Degi tvö á Dagblaðinu lauk rétt í þessu og er ég komin í vikulangt sjúkraleyfi. Vitað var um það fyrirfram þannig að ekki er streitu eða álagi um að kenna.

En þó ég sé í leyfi frá launuðum skrifum geri ég alveg ráð fyrir að birta eina bloggfærslu eða tvær.

Annars fékk ég vægt áfall í dag. Við kaffivélina í Brautarholtinu rakst ég á gamlan kunningja sem stundaði það um aldamótin að henda mér út af skemmtistöðum og furðaði mig á því hvað hann væri að gera þarna. Mér heyrðist hann svara: Það er verið að selja DV, og missti næstum kaffibollann úr höndunum. Þegar hann endurtók sig heyrði ég skýrt: Ég er að selja DV. Er í símasölunni.
posted by ErlaHlyns @ 19:53  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER